fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

De Gea steinhissa eftir skilaboð frá forsetanum – Sagði hann hafa lagt hanskana á hilluna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 11:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea, markvörður Manchester United, var steinhissa er hann fékk skilaboð frá forseta spænska knattspyrnusambandsins í vikunni.

Þetta segir blaðamaðurinn Jose Alvarez en hann ræddi málið í samtali við El Chiringuito.

De Gea var ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir HM í Katar en Luis Enrique, landsliðsþjálfari, treystir ekki á hans þjónustu.

De Gea hafði aldrei gefið út að hann væri hættur með landsliðinu en af einhverjum ástæðum var það hugsun spænska sambandsins.

,,David, ég er glaður með að þú hafir loksins tekið ákvörðun sem þú hefur hugsað um lengi. Mér hefur verið tjáð að þú sért að kveðja landsliðið,“ voru skilaboð Luis Rubiales, forseta sambandsins til De Gea.

De Gea svaraði mjög skýrt og hafði ekki hugmynd um hvað Rubiales væri að tala um en hann gaf kost á sér á HM í Katar og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið.

,,Stjórinn tjáði mér að hann ætlaði ekki að treysta á mig en ég hef aldrei neitað landsliðinu og það er ekki planið, ef ég er kallaður í liðið,“ var svar De Gea.

De Gea á að baki 45 landsleiki fyrir Spán en lék síðast fyrir liðið í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir sig um set innan Þýskalands

Færir sig um set innan Þýskalands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Í gær

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik

Freista þess að ráða Conte óvænt á nýjan leik
433Sport
Í gær

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar