fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hægt að setja kröfur á strákana okkar í Eystrasaltinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands er í viðtali við vefsjónvarp KSÍ fyrir leikinn gegn Litháen í Eystrasaltsbikarnum á miðvikudag.

Um er að ræða undanúrslitaleik mótsins, sem Ísland tekur þátt á í fyrsta sinn.

„Það er alltaf skemmtilegra að fá keppnisleiki, þó svo að þetta sé vináttuleikjagluggi fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna á miðvikudag og komast í úrslit,“ segir Arnar.

„Standið á hópnum er ágætt. Flestir voru að spila í gær og eru að ferðast í dag. Við vonumst til að fá alla í kvöld.“

Ísland hefur leik í undankeppni Evrópumótsins 2024 í mars næstkomandi. Segir Arnar þetta eins konar lokaundirbúning fyrir þá keppni.

„Við notum báða leikina í að skoða og gera síðustu tilraunir fyrir undankeppnina sem hefst í mars á næsta ári.“

Arnar er ánægður með starf landsliðsins síðastliðið ár eða svo.

„Að mínu mati er kjarninn orðinn stór og góður. Það er samkeppni í þessum hóp. Það eru leikmenn sem eru ekki hérna með okkur sem koma að sjálfsögðu til greina fyrir marsgluggann. Það er það jákvæða við hvað hefur gerst árið 2022 að við höfum náð að hnoða saman kjarnann af þessum hópi en hann er ekki 23 leikmenn. Það eru svona 30 leikmenn sem ég er ánægður með og þetta er sterkur hópur.“

Arnar telur að Ísland ætti að geta gert góða hluti í Eystrasaltsbikarnum.

„Við verðum að líta á andstæðinga okkar á þessu móti þannig að við eigum að vera sterkari aðilinn og eigum að geta stýrt þessum leikjum. En þetta verður alls ekki auðvelt. Þó við setjum stefnuna á sigur þurfum við að hafa mikið fyrir þessu.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í fullri lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“

Vond tíðindi af Orra – „Var eiginlega lengra frá því en síðast“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“