fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Galið að tala um Heimi sem risaeðlu en hann þarf að læra af mistökum sínum

433
Laugardaginn 12. nóvember 2022 19:30

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var af nægu að taka í Íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar á föstudagskvöld. Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs og Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum voru gestir þáttarins.

Þar var meðal annars rætt um þá ótrúlegu staðreynd að frá árinu 2020 hafa sex þjálfarar verið við stjórnvölinn hjá karlaliði FH í knattspyrnu.

Heimir Guðjónsson hefur nú verið ráðinn þjálfari FH á nýjan leik og segir Hörður Snævar að þetta horfi fyrst og fremst við sér eins og forráðamenn FH vilji reyna rétta skipið af svo það geti siglt lygnan sjó án þess að vera gera þessar ótrúlegu breytingar milli ára.

Ekki þurfi þó að efast um getu Heimis.

,,Heimir þarf alveg pottþétt að uppfæra sig eitthvað. Ég las einhvers staðar að það væri talað um hann sé risaeðlu. Á síðustu árum er hann með jafn marga Íslandsmeistaratitla í bikaraskápnum sínum og Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn.

Hann þarf að gera eitthvað og vonandi lærði hann eitthvað af því sem hann gerði illa hjá Val.“

Heimir sé með Sigurvin Ólafsson með sér sem sé einhvers konar nútímamaður í þjálfun. Þeir hafi talað hreint út á endurkomufundinum í vikunni.

,,Þeir eru ekki að fara í neina toppbaráttu, ekki á næsta ári og líklega ekki árið á eftir. Kannski á þriggja ára plani ætlar félagið sér að koma sér aftur þangað upp.

Heimir var mjög harður á því að FH ætti að stefna á efri hlutann á næsta ári, vera með þegar skipt er upp. Fjórða Evrópusætið kemur inn á næsta ári og það þarf ekki að vera langt á milli sjötta og fjórða sætis í Bestu deildinni ef guð og lukka er með.“

Tómas Þór sem veit sitthvað um íslenska fótboltann segir FH fyrst og fremst þurfa að laga leikmannahóp sinn.

,,Þetta er mögulega verst samsetti leikmannahópur í efstu deild karla í dag. Þú ert með Mána Austmann strák sem var keyptur út á breidd að gera, Atla Gunnar í markinu sem er svo mikill varamarkvörður að hann var búinn að skipuleggja brúðkaupið sitt undir restina. Þá ertu með Ástbjörn Þórðarson sem spilaði sig út úr liðinu.“

Þessir þrír leikmenn séu einu leikmennirnir á bestu árum síns knattspyrnuferils í leikmannahópi FH.

,,Fyrir utan þessa þrjá ertu með tvítuga menn og yfir þrjátíu ára menn. Það er ekkert þarna á milli.“

Nánari umræðu um FH má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City
Hide picture