fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Blatter viðurkennir að það séu mistök að halda HM í Katar – Ástæðan ekki sú sem flestir halda

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:30

Sepp Blatter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sepp Blatter, afar umdeildur fyrrum forseti FIFA, viðurkennir að það hafi verið mistök að leyfa Katar að halda Heimsmeistaramótið á þessu ári.

Blatter var við völd árið 2010 þegar ákveðið var að Katar fengi að halda mótið. Hann var alls við stjórnvölinn hjá FIFA í sautján ár og er talið að mikil spilling hafi átt sér stað innan sambandsins á þeim tíma.

„Á þessum tíma ákváðum við að Rússland fengi HM 2018 og Bandaríkin 2022. Það hefði verið merki um frið ef þessir andstæðingar til langs tíma héldu mótið hvert á eftir öðru,“ segir Blatter.

Ástæðan fyrir því að Blatter telur það hafa verið mistök að leyfa Katar að halda HM er þó ekki sú að talið sé að 6500 farandverkamenn hafa dáið við að byggja vellina sem hýsa mótið eða sú staðreynd að samkynhneigð er bönnuð í landinu.

„Þetta er of lítið land. Fótbolti og HM eru of stór fyrir það,“ segir Blatter.

HM í Katar hefst eftir tólf daga, þann 20. nóvember. Því lýkur svo með sjálfum úrslitaleiknum þann 18. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze