fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Margir vonsviknir eftir að YouTube stjarna fékk ekki tækifærið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 12:23

Mynd: Crawley Town

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir vonsviknir í gær er leikur Crawley Town og Accrington Stanley fór fram í enska bikarnum.

Crawley hefur unnið sér inn marga aðdáendur undanfarið eftir að félagið ákvað að gefa manni að nafni Tobi Brown tækifæri að æfa með félaginu.

Vonast var eftir að Brown myndi spila leikinn í gær gegn Accrington sem tapaðist að lokum 4-1.

Brown er þekkt YouTube stjarna og er best þekktur undir nafnirnu ‘TBJZL’ en hann hefur lengi stundað fótbolta sem áhugamál.

Yfir 4,7 miljónir fylgja þessum ágæta dreng á YouTube en hann fór á reynslu hjá Crawley fyrr í þessari viku.

Því miður fyrir marga þá var Brown ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og er óvíst hvort hann fái að spila leik með aðalliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með