fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Skálað í ískaldri mjólk fyrir góðu Mjólkurbikarsumri

433
Mánudaginn 3. október 2022 10:59

Mynd: Mjólkursamsalan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöuflokkastjóri ferskvara hjá Mjólkur samsölunni segir fótboltasumarið í Mjólkurbikar karla og kvenna hafa gengið með eindæmum vel.

„Óhætt að segja að keppnin hafi einkennst af spennandi leikjum allt frá fyrsta degi. Eftir harða keppni stóðu Valskonur uppi sem Mjólkurbikarmeistarar kvenna og Víkingur tryggðu sér titilinn hjá körlunum. Mjólkurbikarinn bauð upp á sannkallaða veislu fyrir áhorfendur þar sem öflugt knattspyrnufólk gaf allt sitt hverja einustu mínútu, í hverjum einasta leik.“

Hún segir samstarf Mjólkursamsölunnar, KSÍ og RÚV hafa gengið vel. „Enda lögðust allir á eitt og markmiðið var að gera góða keppni enn betri sem við erum sammála um að hafi tekist. Markmið MS með stuðningi við fótboltann er m.a. að auka vitund um mjólk og hollustu hennar og tengja fyrirtækið við jákvætt og uppbyggjandi íþróttastarf í landinu.

Það hefur verið virkilega aðdáunarvert að fylgjast með knattspyrnufólki taka þátt í Mjólkurbikarnum undanfarin ár og gaman að taka þátt í verkefni sem teygir anga sína um land allt. Hápunkturinn er svo auðvitað að krýna nýja Mjólkurbikarmeistara í lok hvers sumars og taka þátt í gleðinni sem fylgir þegar liðin lyfta hinum eftirsótta Mjólkurbikar í leikslok,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri fersksvara hjá MS.

Mjólkursamsalan óski Mjólkurbikarmeisturum ársins innilega til hamingju með titlana. „Við teljum niður dagana þar til boltinn byrjar að rúlla á ný.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík