fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Skýtur á blöðin og sparkspekinga: ,,Látið mig vera og einbeitið ykkur að öðru“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. október 2022 13:55

Grealish

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, stjarna Manchester City, vill að enskir fjölmiðlar sem og sparkspekingar hætti að bauna á hann meira en aðra leikmenn.

Grealish er oft í enskum fjölmiðlum og hefur verið á milli tannana á sparkspekingum og þar á meðal Graham Souness hjá Sky Sports.

Grealish kostaði Man City 100 milljónir punda í fyrra og kom frá Aston Villa en hefur ekki alveg staðist væntingar á Etihad.

Enski landsliðsmaðurinn kemst ekki bara í blöðin fyrir frammistöðu innan vallar en hann hefur verið gagnrýndur fyrir drykkju og partýstand utan vallar.

,,Mér líður oft eins og ég sé að gera nákvæmlega sömu hluti og aðrir leikmenn en fólk talar um þetta því ég er að þessu. Það er nákvæmlega það sem ég sagði um Souness, hann hefur alltaf eitthvað að segja um mig,“ sagði Grealish.

,,Hann svaraði og sagði að ég gæti ekki tekið við gagnrýni. Ef við svörum fyrir okkur þá getum við ekki tekið við gagnrýni.“

,,Stundum vil ég segja enskum miðlum að láta mig vera og einbeita sér að einhverjum öðrum svo ég geti einbeitt mér að mínum eigin leik. Það eru alltaf þessi læti í kringum mig vegna blaðagreina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur