fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Ætla að heiðra Emil á morgun og birta að því tilefni fallegt myndband

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. október 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun leikur FH sinn síðasta leik á tímabilinu þegar að ÍA mætir í Kaplakrika, en leikurinn hefst klukkan 13:00.

„Við ætlum að nýta tækifærið og heiðra Emil Pálsson. Það var haustið 2010 sem Emil gekk til liðs við FH, þá aðeins 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar leitt lið BÍ/Bolungarvíkur upp úr 2. deild um sumarið. Eins og við vitum var tími Emils hjá FH algjörlega magnaður. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari með FH og tók þátt í Evrópuævintýrum liðsins. Á meðan Emil lék með FH var hann einnig valinn besti leikmaður deildarinnar og spilaði með íslenska landsliðinu, það kom því engum á óvart þegar Emil fór út í atvinnumennsku þar sem hann átti farsælan feril í Noregi,“ segir á vef FH.

Emil fór í hjartastopp á síðasta ári og hafði ætlað að snúa aftur á völlinn þegar hann fór aftur í hjartastopp á æfingu með FH.

„Því miður þurfti Emil að leggja skónna á hilluna í sumar en við FH-ingar gleymum aldrei hans framlagi til félagsins. Emil, takk fyrir minningarnar, titlana og vinskapinn. Hlökkum til að sjá þig áfram í Kaplakrika,“ segir á vef FH.

Emil til heiðurs hefur FH birt þetta fallega myndband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur