fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Maðurinn sem gagnrýnir allt og alla er á öllum svörtum listum – ,,Ef við gerðum það sama fengum við sparkið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. október 2022 20:45

Gary Neville og Roy Keane/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Keys, fyrrum sparkspekingur Sky Sports, hefur skotið föstum skotum að Roy Keane, núverandi starfsmanni stöðvarinnar.

Keane var harður í horn að taka sem leikmaður og er duglegur að gagnrýna leikmenn sem og þjálfara í sjónvarpi sem spekingur.

Keys starfar nú hjá BeIN Sports ásamt kollega sínum Andy Gray en þeir eru alls ekki með sama frelsi til að tjá sínar skoðanir og Keane.

,,Það er ekki allt í fótboltanum ömurlegt. Það er það hins vegar þegar þú horfir á breskt sjónvarp,“ sagði Keys.

,,Ég hef rætt við Arsene Wenger [fyrrum stjóra Arsenal] og hann sagði við mig: ‘Af hverju er Sky að eyða 1,1 milljarð fyrir þriggja ára sýngarrétt og svo nýta þann tíma til að eyðileggja allt saman?’

,,Hann hefur rétt fyrir sér, ég skil þetta ekki neitt. Ef ég og Andy myndum bjóða upp á smá af þessari gagnrýni fengum við sparkið.“

Keys bætir við að hann þekki aðeins til Keane og fékk að heyra það á sínum tíma er sá síðarnefndi þjálfaði Ipswich.

,,Þegar hann var stjóri Ipswich þá lét Roy mig heyra það. Nú er hann á svarta listanum hjá öllum því hann gagnrýnir allt og alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar