Japaninn Kazuyoshi Miura bætti á dögunum eigið met, er hann kom við sögu í knattspyrnuleik á atvinnumannastigi hátt í 56 ára gamall.
Miura leikur með Suzuka Point Getters í japönsku D-deildinni og var hann 55 ára og 225 daga þegar hann spilaði sinn síðasta leik.
Hann spilar alls ekki alla leiki Suzuka. Síðasti leikur Miura kom vorið 2021, þar sem hann setti einnig met yfir að vera elsti leikmaður til að spila atvinnumannafótbolta.
Miura hóf atvinnumannaferil sinn árið 1986 með Santos í Brasilíu, þá 19 ára gamall. Hann hefur leikið allar götur síðan.
Á sínum tíma lék Miura 89 landsleiki fyrir hönd Japans. Sá síðasti kom í kringum aldamótin.