fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Mikael veltir því fyrir sér af hverju Eiður fékk starfið

433
Sunnudaginn 9. október 2022 20:00

Eiður Smári og FH-ingar eru í veseni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita þá er Eiður Smári Guðjohnsen hættur með lið FH í bili og mun ekki þjálfa liðið meira á þessu tímabili.

Eiður var ráðinn til FH fyrr í sumar en var samkvæmt mörgum fregnum handtekinn fyrir ölvunarakstur nýlega sem varð til þess að hann stígur til hliðar.

Mikael Nikulásso, sparkspekingur í Þungavigtinni, hefur tjáð sig um stöðuna en Eiður var áður látinn fara frá KSÍ sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins vegna áfengisneyslu.

Gengi FH batnaði alls ekki eftir komu Eiðs í sumar og bendir Mikael á að árangurinn verði að vera hluti af umræðunni.

,,Þetta er hundleiðinlegt en hann fór líka frá KSÍ, það eru ekki 20 ár síðan. Það er greinilegt að það er eitthvað vandamál í gangi og ég svaf alveg yfir því. Menn taka bara á sínum vandamálum ef þeir vilja það. Ef ekki þá gera þeir það ekki,sagði Mikael.

,,Maður hefur heyrt fullt af sögum og þetta var stórt vandamál í KSÍ og kom allt að fjórum sinnum upp þar. Ég segi bara að aðal vandamálið liggi hjá FH. Af hverju var FH að ráða Eið Smára sem þjálfara þegar þessi vandamál virtust vera til staðar og það var ekki búið að vinna í þeim.“

,,Ef við förum alveg út fyrir það, hvaða árangri hafa Sigurvin og Eiður náð með FH? Þetta er fótboltaþáttur og mér er alveg sama hvort leikmaðurinn hafi spilað með Hvöt og Breiðabliki eða Chelsea og Barcelona, það skiptir engu máli. Þó hann heiti Eiður Smári, hvaða árangri hafa þeir náð með FH í sumar?“

,,Það hefur ekkert batnað hjá FH síðan þeir tóku við, það kom eitthvað smá um daginn eftir samstöðufund en svo töpuðu þeir þremur leikjum í röð. Árangurinn er fyrir neðan allar hellur.“

Mikael bætir við að að næsta verkefni Eiðs eigi að vera að taka á sínum málum.

,,Eins og staðan er í dag held ég að næsta verkefni Eiðs Smára, vonandi tekur hann á sig í sínu lífi, er að verða þjálfari. Eiður Smári á að hafa Óskar Hrafn og Arnar Gunnlaugsson í greiningarvinnunni. Hann á að vera úti á velli.“

,,Það hefur allt verið í rugli hjá FH því það er ekki hægt að sameina þetta, ég þekki það sem gömul fyllibytta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“