Erling Haaland, leikmaður Manchester City, þarf að fá sín eigin verðlaun fyrir mörk skoruð í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta segir framherjinn Callum Wilson sem telur að enginn leikmaður muni skora eins mörg mörk og Norðmaðurinn á tímabilinu.
Wilson er framherji Newcastle en hann er með ágætis punkt þar sem Haaland hefur skorað 19 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum fyrir Man City.
Gullskórinn á Englandi verður alltaf eign Haaland ef hann heldur áfram á sömu braut og ætti enska deildin að bjóða upp á svokallaðan „silfurskó“ frekar en gullskóinn.
,,Sem framherjar þá erum við að keppa við þetta, skiljiði hvað ég meina?“ sagði Wilson í samtali við BBC.
,,Það er úr sögunni, við getum gleymt því. Hann þarf að fá sín eigin verðlaun og við þurfum annan skó. Við þurfum silfurskóinn. Við þurfum eitthvað til að gera þetta sanngjarnt.“
,,Hann á eftir að bæta markametið í ensku úrvalsdeildinni.“