Búið er að færa tvo leiki í Bestu deild karla sökum óveðurs sem á að ríða yfir landið á sunnudag.
Leik ÍBV og Keflavíkur hefur verið frestað frá sunnudegi til mánudags. Fer hann nú fram klukkan 15:15 á mánudag í Vestmannaeyjum.
Þá er búið að flýta leik KR og Vals frá sunnudegi til morgundags. Hann fer fram í Vesturbænum klukkan 14 á morgun.
FH og Leiknir annars vegar og KA og Breiðablik hins vegar eiga einnig að spila á sunnudag. Ekki er ljóst hvort þeir leikir fari fram á settum tíma eða hvort gripið verði til annara ráðstafana.