fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Víkingar harma framkomu einstaka stuðningsmanna og kalla eftir upptökum – „Skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 3. október 2022 11:52

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar neikvæðrar umræðu sem kom upp eftir úrslitaleik liðsins gegn FH um nýliðna helgi þar sem einstaka stuðningsmenn félagsins gerðust sekir um ósæmilega hegðun.

„Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna,“ segir í yfirlýsingu Víkinga.

„Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit.“

Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.

Mbl.is greindi frá því í gær að sjálf­boðaliði í fót­bolta­gæslu á Laug­ar­dals­velli seg­ist ekki munu taka þátt í gæslu á fleiri bikarleikj­um eft­ir bikarleik Vík­ings gegn FH, sem fram fór í Laug­ar­dal í fyrradag. Vís­ar hann til ölv­un­ar og slæmr­ar hegðunar stuðnings­manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar