Stuart Pearce hefur komið Harry Maguire til varnar eftir að varnarmaðurinn hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarnar vikur.
Pearce segir að Maguire sé maður sem þú vilt hafa með þér í stríð. Gareth Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir að spila Maguire á meðan hann situr bara á bekknum hjá Manchester United.
„Maguire er góður karakter. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna mánuði,“ sagði Pearce.
„Þrátt fyrir það þá er hann klár í slaginn og heldur áfram. Hann fer ekki í felur.“
Maguire gerði tvö mistök sem leiddu til marka í 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi í gær. „Hann meiðist seint í leiknum en heldur áfram að leggja sig fram.“
„Hann er einn af þeim einstaklingum sem þú vilt fara í stríð með.“
Líklegt er að Maguire verði í hjarta varnarinnar hjá Englandi á HM þrátt fyrir að vera í slæmri stöðu hjá félagsliði sínu.