fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Grealish hefur fengið sig fullsaddan á Souness

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish leikmaður Manchester City hefur fengið meira en nóg af því að horfa og hlusta á Graeme Souness gagnrýna sig í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Souness hefur gagnrýnt Grealish nokkuð harkalega eitthvað sem Grealish hefur fengið nóg af.

„Ég veit ekki hvaða vandamál Souness glímir við í kringum mig, hann er alltaf að tala um mig,“ sagði Grealish.

„Það er erfitt að sjá þetta ekki þegar hann er á Sky Sports og þetta er út um allt á æfingasvæðinu okkar. Hann var frábær leikmaður og vann mikið en ég veit ekki hvert vandamálið er.“

Grealish hefur ákveðið að hlusta frekar á það sem Pep Guardiola stjóri City hefur að segja frekar en Souness.

„Ég veit að hann talar mikið um að ég hreyfi boltann ekki nóg en þegar ég spila fyrir Pep Guardiola og hann segir mér að halda í boltann eins mikið og ég get og vera hugrakkur þá geri ég það,“ segir Grealish.

City borgaði 100 milljónir punda fyrir Grealish þegar hann kom sumarið 2021 en hann hefur ekki fundið sitt besta form.

„Ég horfi alltaf á leikina mína aftur og gagnrýni mig. Ég veit að það voru leikir á síðustu leiktíð undir restina þar sem ég var ekki góður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi