fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Fyrrum stjóri Jóhanns Berg segir bull að hann hafi ekki viljað útlendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche, fyrrum knattspyrnustjóri Burnley, segir algjörlega rangt að hann hafi haft eitthvað á móti því að fá erlenda leikmenn til félagsins.

Dyche var stjóri Burnley í tíu ár en var látinn fara í vor eftir slæmt gengi. Liðið féll í kjölfarið niður í B-deildina.

Burnley var oft það lið í ensku úrvalsdeildinni með flesta enska leikmenn. Dyche hafði þó ekkert á móti því að fá inn erlenda leikmenn.

„Það er gjarnan einhver misskilningur í gangi með svona hluti,“ segir Dyche við Sportbible.

Dyche segir að stjórnin hafi lengi vel ekki sett mikla áherslu á að fá inn erlenda leikmenn. Svo kom hins vegar inn ný stjórn sem horfði meira út fyrir England.

„Það er algjört bull að mér hafi ekki líkað við erlenda leikmenn. Auðvitað elska ég erlenda leikmenn. Af hverju myndir þú ekki gera það? Þetta eru bara leikmenn. Þú vilt leikmenn sem eru góðir og gera liðið þitt betra,“ segir Dyche.

Jóhann Berg Guðmundsson lék undir stjórn Dyche í sex ár, en Íslendingurinn er enn á mála hjá Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“