fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Fyrrum stjóri Jóhanns Berg segir bull að hann hafi ekki viljað útlendinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Dyche, fyrrum knattspyrnustjóri Burnley, segir algjörlega rangt að hann hafi haft eitthvað á móti því að fá erlenda leikmenn til félagsins.

Dyche var stjóri Burnley í tíu ár en var látinn fara í vor eftir slæmt gengi. Liðið féll í kjölfarið niður í B-deildina.

Burnley var oft það lið í ensku úrvalsdeildinni með flesta enska leikmenn. Dyche hafði þó ekkert á móti því að fá inn erlenda leikmenn.

„Það er gjarnan einhver misskilningur í gangi með svona hluti,“ segir Dyche við Sportbible.

Dyche segir að stjórnin hafi lengi vel ekki sett mikla áherslu á að fá inn erlenda leikmenn. Svo kom hins vegar inn ný stjórn sem horfði meira út fyrir England.

„Það er algjört bull að mér hafi ekki líkað við erlenda leikmenn. Auðvitað elska ég erlenda leikmenn. Af hverju myndir þú ekki gera það? Þetta eru bara leikmenn. Þú vilt leikmenn sem eru góðir og gera liðið þitt betra,“ segir Dyche.

Jóhann Berg Guðmundsson lék undir stjórn Dyche í sex ár, en Íslendingurinn er enn á mála hjá Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa