fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Vill ekki auglýsa stóra styrktaraðila og neitar að mæta í myndatöku

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 14:32

Mbappe og Neymar ásamt Lewis Hamilton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe neitar að taka þátt í liðsmyndatöku franska landsliðsins, sem er í samstarfi við helstu styrktaraðila franska knattspyrnusambandsins. Fjallað er um málið í frönskum fjölmiðlum.

Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að franska knattspyrnusambandið sagðist ekki eiga í hyggju að gefa leikmönnum meiri völd í tengslum við ímyndarétt sinn. Leikmaðurinn vill hafa meira að segja um ímyndarétt sinn og vill ekki auglýsa helstu styrktaraðila franska landsliðsins.

Ástæður þess að Mbappe vill ekki auglýsa mörg þeirra fyrirtækja sem eru í samstarfi við franska landsliðið eru ekki af fjárhagslegum toga. Mbappe vill einfaldlega ekki auglýsa veðmálafyrirtæki eða skyndibitakeðjur þar sem honum líður ekki vel með það.

Myndatakan á að fara fram á morgun.

Frakkland á leik gegn Austurríki í París á fimmtudag. Eftir það ferðast liðið til Kaupmannahafnar og mætir Dönum á Parken.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Valur skoraði sex – Eiður Gauti með tvennu

Besta deildin: Valur skoraði sex – Eiður Gauti með tvennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm
433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur