fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Óhugnanleg árás á heimili stjörnunnar í nótt – Laminn með járnstöngum þar til hann opnaði peningaskápinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang var fórnarlamb óhugnanlegrar árásar á heimili sínu í Barcelona í nótt. El Pais fjallar um málið.

Fjórir menn brutust inn á heimili Aubameyang, hótuðu honum og konu hans með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.

Mennirnir fjórir flúðu svo í burt á hvítri Audi-bifreið.

Lögreglan rannsakar nú málið og reynir að komast að því hverjir voru að verki.

Aubameyang hefur verið á mála hjá Barcelona síðan í janúar á þessu ári. Hann kom frá Arsenal.

Gabonmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina undanfarið. Þar er Chelsea nefnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni