fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
433Sport

Óhugnanleg árás á heimili stjörnunnar í nótt – Laminn með járnstöngum þar til hann opnaði peningaskápinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang var fórnarlamb óhugnanlegrar árásar á heimili sínu í Barcelona í nótt. El Pais fjallar um málið.

Fjórir menn brutust inn á heimili Aubameyang, hótuðu honum og konu hans með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.

Mennirnir fjórir flúðu svo í burt á hvítri Audi-bifreið.

Lögreglan rannsakar nú málið og reynir að komast að því hverjir voru að verki.

Aubameyang hefur verið á mála hjá Barcelona síðan í janúar á þessu ári. Hann kom frá Arsenal.

Gabonmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina undanfarið. Þar er Chelsea nefnt til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak vill fara frá Newcastle

Isak vill fara frá Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam Örn í Leikni

Adam Örn í Leikni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær alvöru samkeppni

Chelsea fær alvöru samkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð

Newcastle gefst ekki upp og undirbýr annað tilboð
433Sport
Í gær

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall

Líklega að snúa aftur heim aðeins 26 ára gamall
433Sport
Í gær

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart

Freyr og hans menn í slæmum málum – Sævar Atli komst á blað en útlitið svart