fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Sá föður sinn kveðja eftir heiftarlegt rifrildi á heimilinu sem krakki – ,,Ég hef alltaf viljað hitta hann“

433
Laugardaginn 27. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Casemiro, nýjasti leikmaður Manchester United, upplifði erfiða æsku en hann varð vitni að föður sínum yfirgefa fjölskylduna er hann var aðeins fimm ára gamall.

Eftir heiftarlegt rifrildi á heimilinu þá kvaddi faðir leikmannsins fyrir fullt og allt, og hafa þeir ekki séð hvor annan í 25 ár.

Casemiro segist þó ekki vera reiður eftir ákvörðun föður síns en viðurkennir að hann myndi ekki kannast við andlitið ef sú staða kæmi upp að þeir myndu hittast.

Casemiro hefur átt magnaðan feril sem knattspyrnumaður en hann lifði við mikla fátækt nálægt Sao Paulo í Brasilíu á yngri árum.

Í sumar var leikmaðurinn keyptur til Man Utd eftir mörg farsæl ár hjá stórliði Real Madrid.

,,Ef ég sé hann á götunni í dag þá mun ég ekki kannast við hann,“ sagði Casemiro.

,,Hann átti í harkalegu rifrildi við móður mína þegar ég var fimm ára gamall og hvarf í kjölfarið og mamma þurfti að sjá um okkur.“

,,Ég hef alltaf viljað hitta hann því ég er ekki bitur út í hann, þetta er það sem Guð vildi fyrir mig. Þess vegna hef ég aldrei gert neitt í málunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Í gær

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham