Ofurtölvan svokallaða hefur spáð fyrir um lokaniðurstöðuna í ensku úrvalsdeildinni, þó aðeins þremur umferðum sé lokið.
Tölvan tekur hina ýmsu þætti með í reikninginn til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna.
Manchester City verður Englandsmeistari samkvæmt tölvunni. Liverpool verður í öðru sæti eins og í fyrra, þrátt fyrir að vera aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki.
Manchester United, sem fékk sín fyrstu stig á leiktíðinni með góðum sigri á Liverpool í gær, verður í sjötta sæti.
Tölvan spáir því að Bournemouth, Nottingham Forest og Everton falli.
Hér að neðan má sjá lokaniðurstöðu ensku úrvalsdeildarinnar í heild, samkvæmt ofurtölvunni.