fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Ronaldo segir fjölmiðla ljúga – Sannleikurinn muni koma í ljós eftir tvær vikur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 08:51

Ronaldo fór illa með Tottenham á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segir að sannleikurinn um sumarið hans muni koma í ljós eftir tvær vikur, um það leyti sem félagaskiptaglugginn í flestum löndum Evrópu lokar.

Ronaldo hefur verið orðaður burt frá Manchester United í allt sumar. Portúgalinn vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem United getur ekki boðið honum eftir vonbrigði á síðustu leiktíð.

Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda stórliða um allan heim en ekkert þeirra virðist til í að taka sénsinn á honum.

„Þau munu vita sannleikann þegar þau taka viðtal við mig eftir tvær vikur. Miðlarnir eru að ljúga. Aðeins fimm af þeim hundrað fréttum um mig síðasta mánuðinn hafa verið réttar. Ímyndið ykkur hvernig það er,“ skrifar Ronaldo á Instagram.

Portúgalinn fór ekki með United í æfingaferð liðsins til Asíu og Ástralíu fyrr í sumar. Ástæðurnar sem hann gaf upp var af fjölskyldulegum toga. Þó efast margir um það í ljósi stöðunnar.

Erik ten Hag, stjóri United, hefur verið harður á því að Ronaldo sé ekki til sölu í allt sumar. Samkvæmt fréttum að utan nú er hann þó við það að gefast upp á sóknarmanninum.

Þrátt fyrir það hefur Ronaldo spilað báða leiki United í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Hann kom inn á sem varamaður í 1-2 tapinu gegn Brighton og var í byrjunarliði í 4-0 tapinu gegn Brentford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Ferguson fer til Roma
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA

Besta deildin: KR í fallsæti eftir sigur KA
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Courtois framlengir við Real Madrid

Courtois framlengir við Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barcelona byrjað að ræða við Rashford

Barcelona byrjað að ræða við Rashford
433Sport
Í gær

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

United tvöfaldar verðmiða Antony

United tvöfaldar verðmiða Antony
433Sport
Í gær

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup

Næst í forgangi hjá United að finna framherja – Verða að selja til að fjármagna þau kaup
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid

Liverpool sagt hafa opnað samtalið við Real Madrid