fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Lýsir ofbeldi sem hún sakar Giggs um – Hefndarklám, hent út naktri og vildi kynlíf öllum stundum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar dagur í réttarhöldum yfirr knattspyrnugoðsögninni Ryan Giggs er nú í gangi. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Réttarhöldin fóru af stað í gær. Munu þau standa yfir næstu tíu daga. Þau fara fram í Manchester. Verði Giggs dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

Kate sagði frá því að þau hefðu bæði haldið framhjá mökum sínum og að þau hefðu bæði verið óhamingjusöm þar. Hún segir að Giggs hafi verið sálufélagi sinn til að byrja með en síðan hafa hallað undan fæti. Yfirheyrsla Kate hjá lögreglu var spiluð í dómsal í dag.

Í yfirheyrslunum sem spilaðar voru í dag kemur fram að Giggs hafi hótað því að senda vinum hennar kynlífsmyndband af þeim ef hún myndi ekki svara skilaboðum.

„Hann lét mig ekki í friði, það var aldrei sá símapunktur sem hann vildi ekki vera að stunda kynlíf,“ sagði Kate.

Getty Images

Ofbeldi í London:

Kate sakar Giggs um að hafa beitt sig ofbeldi í London, „Hann sparkaði í bakið á mér og ég flaug úr rúminu og lenti á gólfinu,“ segir Kate.

„Hann tók töskuna mína með fartölvu í og henti henni í hausinn á mér,“ segir Kate. Hann segir að Giggs hafi svo hent henni naktri úr hótelherberginu.

Tíu mínútum síðar opnaði Giggs hurðina aftur og vildi stunda kynlíf sem þau gerðu.

Hún segir að Giggs hafi ítrekað verið að reyna við aðrar konur beint fyrir framan nefið á sér. „Ég veit ekki hvort hann var að gera þetta til að búa til vandræði. Hann lét mig í friði og talaði við alla aðra. Hann reyndi við vini mína fyrir framan mig,“ sagði Kate.

Giggs hótaði að slíta sambandinu við þetta. „Ég endaði á að biðjast afsökunar, hann lét mér líða þannig,“ segir Kate.

Aftur hent út naktri:

Seinna var parið saman í Abu Dhbai þegar Kate sakar Giggs um að hafa hent sér naktri út af herberginu. Hún kveðst hafa spurt hann hvort hann væri að spjalla við stelpu í símanum.

„Hann sturlaðist, og öskraði á mig að hann væri að tala við dóttur sína. Hann sagði sambandið á enda,“ sagði Kate.

„Hann greip í hendurnar á mér, mjög harkalega. Hann dróg mig eftir jörðinni og henti öllu dótinu mínu út á gang og hleypti mér ekki inn,“ sagði Kate.

Kate sagði lögreglu að fljótlega í sambandinu hefði rauð flögg farið að birtast henni, hann hafi reglulega kallað hana hóru og sakað hana um að vera að sofa hjá öðrum karlmönnum ef hún var ekki til í að hitta hann.

„Hann kom heim til mín á morgnana til að stunda kynflíf, hann flaug svo til Barcelona með annari konu,“ segir Kate.

„Stundum sagði hann mig vera ofbeldiskonu og að þetta væri á enda, næstu mínútu var hann svo að senda mér dónalegar myndir,“ sagði Kate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“