fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Hólmbert skoraði fyrir Lilleström – Erfið byrjun hjá FCK

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 21:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson er heitur þessa dagana en hann leikur með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni.

Hólmbert skoraði nýlega þrennu fyrir þá gulklæddu í Sambandsdeildinni og kom sér aftur á blað í dag gegn Sarpsborg.

Hólmbert kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik og skoraði annað mark Lilleström í 2-0 sigri.

Sveinn Aron Guðjohnsen komst einnig á blað í Svíþjóð í 4-4 jafntefli Elfsborg og Hacken. Sveinn skoraði bæði og lagði upp.

Óli Valur Ómarsson og Aron Bjarnason byrjuðu fyrir Sirius sem tapaði 1-0 heima gegn Mjallby. Aron lék allan leikinn en Óli Valur fór af velli er korter var eftir.

Hákon Rafn Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson léku þá með liði FC Kaupmannahöfn sem tapaði 4-2 gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni.

Hvorugum leikmanninum tókst að komast á blað að þessu sinni en þetta var annað tap FCK í fyrstu þremur umferðum deildarinnar.

Aron Sigurðarson var einnig í eldlínunni og lék í markalausu jafntefli Horsens við AaB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Í gær

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa