fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Víkingur kveður Kristal sem hefur spilað sinn síðasta leik – „Alltaf sussandi velkominn í hamingjuna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 15:07

Kristall Máni Mynd/Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristall Máni Ingason verður ekki með Víkingi Reykjavík þegar liðið mætir Stjörnunni í Bestu deild karla á morgun. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Víkingur staðfestir þetta.

Kristall Máni samdi á dögunum við Rosenborg í Noregi. Hann heldur nú þangað.

Kristall hefur farið á kostum með Víkingum undanfarin tvö tímabil. Víkingur sendir frá sér yfirlýsingu, þar sem félagið kveður leikmanninn:

Kristall Máni kveður Víking!
Það er vel við hæfi að síðasti leikur Kristals Mána hafi verið í Evrópukeppninni, þar sem hann tryggði okkur Víkingum sæti í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar með öllum mörkunum í sigri á TNS.
Kristall Máni kveður Víking sem sá markahæsti í Evrópu með 5 mörk í 5 leikjum.
Kristall hefur vaxið mjög sem leikmaður frá því að hann kom til félagsins fyrir 2 árum. Hann var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar árið 2021, árinu sem gaf okkur Íslands og Bikarmeistaratitla. Hann var algjör lykilmaður og tók þátt í öllum leikjum tímabilsins, utan eins og skoraði 6 mörk.
Í ár hefur Kristall sprungið út sem nær fullmótaður knattspyrnumaður sem hefur náð frábærum árangri í Evrópukeppninni, í deildinni og í bikarkeppninni. Sömuleiðis hófst glæstur A-landsleikjaferill Kristals í byrjun ársins.
Það var snemma ljóst að Víkingur og Besta deildin væri stökkpallur fyrir Kristal, stökkpallur á stærri svið í evrópskum fótbolta. Nú er ljóst að næsta svið Kristals verður í efstu deild Noregs, þar sem hann mun leika lykil hlutverk í stórliðinu Rosenborg.
Við Víkingar vitum að ferillinn er rétt að byrja hjá Kristal og erum stolt af því að hafa tekið þátt í mótun hans. Framtíðin er svo sannanlega björt og í raun engin takmörk á því hversu langt Kristall getur náð!
Fyrir hönd íslensks fótbolta þökkum við fyrir okkur. Við munum fylgjast vel með þínum ferli, hvert sem hann mun leiða þig.
Mundu, að þú ert alltaf sussandi velkominn í hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“