Romelu Lukaku framherji Inter er byrjaður aftur í aðhaldi hjá félaginu sem virkaði vel síðast. Lukaku er á láni frá Chelsea.
Chelsea keypti Lukaku fyrir ári síðan frá Inter fyrir 97,5 milljónir punda. Hann fann ekki taktinn í London og vildi halda aftur til Inter.
Þessi 29 ára framherji var í sínu besta formi hjá Inter áður en hann fór en í London bætti framherjinn á sig nokkrum kílóum.
Þjálfarateymi Inter er að hjálpa Lukaku að losa sig við þau. Inter lætur Lukaku fara eftir ströngu mataræði og þá þarf hann að æfa meira en aðrir.
Lukaku var 101 kíló þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Inter og ítalska félagið vill koma honum aftur í sömu þyngd.
Lukaku skoraði 64 mörk í 95 leikjum fyrir Inter áður en hann var seldur til Chelsea.