fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Lengjudeildin: Afturelding vann ótrúlegan sigur í Grindavík – Selfoss klikkaði á tveimur vítaspyrnum í tapi

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 21:11

Gary Martin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gríðarlegt fjör í Lengjudeildinni í kvöld er fjórir leikir voru spilaðir og fengu áhorfendur víðs vegar um landið mikið fyrir sinn snúð.

Selfoss tapaði 2-1 heima gegn HK þar sem heimaliðið klikkaði á tveimur vítaspyrnum og komst þá yfir snemma leiks.

Gary Martin og Gonzalo Zamorano fengu báðir tækifæri til að skora fyrir Selfoss á vítapunktinum en klikkuðu báðir, því miður fyrir heimamenn.

HK var 1-0 undir í fyrri hálfleik en Stefán Ingi Sigurðarson og Arnþór Ari Atlason gerðu tvö mörk fyrir liðið í þeim seinni.

Ívar Örn Jónsson fékk að líta rauða spjaldið hjá HK á 81. mínútu fyrir sitt annað gula spjald og víti dæmt en þar klikkaði Gonzalo og mistókst að tryggja stig.

Fjölnir vann stórsigur fyrr í kvöld á botnliði Þróttar Vogum en liðið skoraði sex mörk gegn engu frá gestunum.

Afturelding vann þá ótrúlegan sigur á Grindavík þar sem heil níu mörk voru skoruð í einum af leik sumarsins.

Afturelding vann leikinn 5-4 þar sem Marciano Aziz reyndist hetjan og gerði sigurmark þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Fylkir er í öðru sæti deildarinnar einu stigi á eftir HK en liðið vann KV 3-2 í kvöld.

Fylkismenn voru undir eftir fyrri hálfleik en Arnór Gauti Jónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson skoruðu fyrir gestaliðið í seinni til að tryggja sigur.

Selfoss 1 – 2 HK
1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson (‘6)
1-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’55)
1-2 Arnþór Ari Atlason (’69)

Fjölnir 6 – 0 Þróttur V.
1-0 Hákon Ingi Jónsson (‘2)
2-0 Hans Viktor Guðmundsson (’17)
3-0 Guðmundur Þór Júlíusson (’45)
4-0 Lúkas Logi Heimisson (’45)
5-0 Andri Freyr Jónasson (’81)
6-0 Árni Steinn Sigursteinsson (’90)

Grindavík 4 – 5 Afturelding
0-1 Javier Ontiveros Robles (‘4)
1-1 Tómas Leó Ásgeirsson (’16, víti)
2-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (’42)
2-2 Sigurður Gísli Bond Snorrason (’51)
2-3 Elmar Kári Enesson Cogic (’52)
3-3 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (’59)
3-4 Jökull Jörvar Þórhallsson (’79)
4-4 Kenan Turudija (’83)
4-5 Marciano Aziz (’89)

KV 2 – 3 Fylkir
1-0 Magnús Snær Dagbjartsson (’14)
1-1 Nikulás Val Gunnarsson (’30)
2-1 Samúel Már Kristinsson (’43)
2-2 Arnór Gauti Jónsson (’51)
2-3 Þórður Gunnar Hafþórsson (’72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Í gær

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum