fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Höskuldur hetja Blika í svakalegum leik – Stjarnan burstaði ÍA

Victor Pálsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 21:06

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram fjórir leikir í Bestu deild karla í kvöld en síðustu tveimur var nú að ljúka.

Breiðablik hefur verið besta lið tímabilsins til þessa og var á toppnum með þriggja stiga forskot fyrir leik gegn Keflavík.

Keflvíkingar hafa þó verið á góðu skriði undanfarið og spilaði liðið glimrandi vel gegn toppliðinu í kvöld.

Omar Sowe kom Blikum yfir snemma leiks en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir Keflavík og staðan jöfn í hálfleik.

Patrik Johannesen nýtti sér varnarmistök í byrjun seinni hálfleiks og tókst að koma heimaliðinu yfir á 48. mínútu.

Höskuldur Gunnlaugsson sá hins vegar um að jafna metin fyrir Blika en hann skoraði er níu mínútur voru eftir.

Fyrirliðinn var svo aftur á ferðinni á lokamínútu leiksins og tryggði Breiðablik sigur úr vítaspyrnu.

ÍA tapaði þá sannfærandi heima gegn Stjörnunni þar sem mark sumarsins var líklega skorað.

Ólafur Karl Finsen skoraði annað mark Stjörnunnar með frábærri bakfallspyrnu en hann gerði það undir lok fyrri hálfleiks í öruggum 3-0 sigri.

Keflavík 2 – 3 Breiðablik
0-1 Omar Sowe (’10)
1-1 Adam Árni Róbertsson (’27)
2-1 Patrik Johannesen (’48)
2-2 Höskuldur Gunnlaugsson (’81)
2-3 Höskuldur Gunnlaugsson (’91, víti)

ÍA 0 – 3 Stjarnan
0-1 Emil Atlason (‘5)
0-2 Ólafur Karl Finsen (’45)
0-3 Ísak Andri Sigurgeirsson (’75)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Í gær

Færa tvo leiki í Bestu deildinni

Færa tvo leiki í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni