fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Maguire áfram fyrirliði – „Hann hefur afrekað mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á næstu leiktíð. Erik ten Hag, stjóri liðsins, staðfestir þetta.

Ten Hag tók við í sumar og er að hrista upp í hlutunum. Hann mun þó ekki hrófla við hlutverki Maguire.

„Harry Maguire er fyrirliðinn. Hann hefur sannað sig sem fyrirliðinn og afrekað mikið,“ segir ten Hag.

Maguire hefur fengið mikla gagnrýni í treyju Man Utd, þá sérstaklega á síðustu leiktíð.

Enski landsliðsmiðvörðurinn var keyptur á Old Trafford frá Leicester árið 2019 fyrir 80 milljónir punda. Miklar væntingar voru því bundnar við hann.

Man Utd olli miklum vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mun því ekki leika í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð.

Enska úrvalsdeildin hefst strax í byrjun næsta mánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur