fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Sara Björk: ,,Skrokkurinn alltaf að koma mér á óvart á hverjum einasta degi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 10. júlí 2022 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, lék með liðinu í kvöld sem spilaði við Belgíu í lokakeppni EM.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belga í opnunarleiknum sem er smá svekkjandi en liðið hafði möguleika á öllum þremur stigum.

Ísland er í erfiðum riðli með Belgum, Frökkum og Ítölum og hefði verið kjörið að fá þrjú stig í kvöld.

Sara ræddi við blaðamenn eftir leikinn í kvöld.

,,Við þurftum mark er það ekki? Við fengum færin og vorum að búa til. Við fengum mikið af föstum leikatriðum og þurfum að nýta þau betur og gera betur á síðasta þriðjungi,“ sagði Sara.

,,Við vorum að spila vel á köflum, aðrir kaflar kannski ekki eins góðir en svo fannst mér pressan hjá okkur í fyrri hálfleik, við lokuðum á þær. Þær eru vel spilandi lið en við lokuðum á öll svæði sem við vissum að þær myndu spila í. Vörnin stóð sig frábærlega.“

,,Við þurfum að halda áfram og halda áfram góðri pressu. Við þurfum að finna gagnstætt svæði sem var oft á tíðum opið. Þegar við skorum þá kannski vorum við meira til baka og smá passívar.“

Hitinn var mikill í Manchester í dag en Sara segir að það hafi ekki haft of slæm áhrif.

,,Skrokkurinn er alltaf að koma mér á óvart á hverjum einasta degi. Mér leið bara vel, það var heitt og ég var alltaf að stela vatni af markmanninum. Völlurinn var frábær og topp aðstæður. Þetta er enginn heimsendir og við tökum næsta leik.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
Hide picture