fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Fínt fyrir íslenska liðið að mótinu hafi verið frestað – „Búnar að vaxa og verða betri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 16:19

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum allar búnar að vera að bíða eftir þessu og nú er bara komið að þessu,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona, við 433.is fyrir landsliðsæfingu Íslands á Laugardalsvelli í dag.

Ísland hefur leik á Evrópumótinu á Englandi gegn Belgum þann 10. júlí. Ísland er einnig með Frökkum og Ítölum í riðli.

„Mér fannst þetta flottur riðill sem við fengum. Við eigum að geta unnið þessi lið á okkar degi. Það eru engin létt lið á þessu móti. Ég er bara sátt með þetta. Belgía og Ítalía, myndi ég segja, eru lið sem við getum unnið. Og Frakkar, á okkar besta degi held ég að við tökum þær,“ sagði Alexandra um riðilinn.

Alexandra gekk aftur í raðir Breiðabliks á láni í vor til þess að fá aukin spiltíma fyrir mótið. Hún er á mála hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er ótrúlega sátt með að fá spiltímann, fá sjálfstraust, komast í leikform og það hefur alveg borgað sig,“ sagði Alexandra, sem hefur skorað þrjú mörk í Bestu deild kvenna í ár og leikið vel. Hún fer aftur til Frankfurt að Evrópumóti loknu.

Evrópumótið átti að fara fram í fyrra en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er með marga unga og efnilega leikmenn sem hafa bætt sig á þessu ári. Alexandra segir það hafa komið sér ágætlega fyrir Ísland að mótinu hafi verið frestað. „Við erum margar sem fórum út í atvinnumennsku og búnar að vaxa og verða betri. Ég held að það sé bara fínt.“

Aldursbilið í íslenska hópnum er breitt. Alexandra segir að innan vallar geti reynslumeiri leikmenn hjálpað þeim yngri mikið. „En utan vallar haga þær sér eins og við,“ bætti Alexandra við og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar