Það var leikið í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld en Albanía og Ísrael áttust við á heimavelli þess fyrrnefnda.
Ísland lék nýlega við bæði þessi lið í B-deildinni og lauk báðum leikjunum með jafntefli.
Ísrael er komið á topp riðilsins eftir 2-1 sigur á útivelli en Manor Salomon gerði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.
Austurríki er að spila vel þessa dagana undir Ralf Rangnick og mætti Frökkum í kvöld. Kylian Mbappe bjargaði þar stigi fyrir Frakka undir lokin.
Andorra vinnur ekki oft knattspyrnuleiki en tókst í kvöld að leggja Liechtenstein af velli, 2-1 á heimavelli.
Fleiri leikir fóru fram og vann Króatía til að mynda Danmörku 1-0 á útivelli.
Albanía 1 – 2 Ísrael
1-0 Armando Broja (’45 , víti)
1-1 Manor Solomon (’57 )
1-2 Manor Solomon (’73 )
Austurríki 1 – 1 Frakkland
1-0 Andreas Weimann (’37 )
1-1 Kylian Mbappe (’83 )
Danmörk 0 – 1 Króatía
0-1 Mario Pasalic (’69 )
Azerbaijan 0 – 1 Slóvakia
0-1 Vladimir Weiss (’81 )
Hvíta Rússland 1 – 1 Kazakhstan
0-1 Abat Aimbetov (’13 )
1-1 Vladislav Malkevich (’84 )
Moldavía 2 – 4 Lettland
1-0 Ion Nicolaescu (‘5 , víti)
1-1 Vladislavs Gutkovskis (’19 )
1-2 Janis Ikaunieks (’26 )
1-3 Vladislavs Gutkovskis (’60 )
2-3 Nichita Motpan (’64 )
2-4 Janis Ikaunieks (’75 )
Andorra 2 – 1 Liechtenstein
1-0 Jordi Alaez (’78 , víti)
2-0 Chus Rubio (’82 )
2-1 Livio Meier (’90 )