fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Guðrún skoraði er Rosengård styrkti stöðu sína á toppnum

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 3. júní 2022 18:08

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir var á skotskónum með Rosengård er liðið styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 útsigri gegn Linköping í sænsku efstu deild kvenna í kvöld.

Um var að ræða toppslag en liðin sátu í fyrsta og öðru sæti fyrir leik. Loreta Kullashi skoraði bæði mörk Rosengård í fyrri hálfleik en Nellie Karlsson jafnaði metin fyrir Linköping inn á milli.

Guðrún, sem er varnarmaður og ekki þekkt fyrir markaskorun, kom Rosengård í 3-1 forystu á 70. mínútu áður en Therese Simonsson minnkaði muninn fyrir Linköping þremur mínútum síðar.

Olivia Schough bætti við fjórða marki gestanna á 80. mínútu en Amalie Vangsgaard minnkaði aftur muninn fyrir heimakonur undir lok leiks en það dugði ekki til og sterkur 4-3 sigur Rosengård staðreynd.

Guðrún og félagar eru með 30 stig á toppi sænsku deildarinnar þegar 12 umferðum er lokið en liðið hefur enn ekki tapað leik og er með fimm stiga forskot á Linköping sem situr í öðru sæti með 25 stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal

Mikil gleðitíðindi fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði

Byrjað að selja miða á landsleikina í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag