fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Þrír risar sitja í heitu sæti – Eiður Smári og Heimir nefndir til sögunnar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. maí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta umferðir eru búnar í Bestu deild karla og línur eru farnar að skýrast, þrjú félög upplifa mikil vonbrigði og stjórnarmenn þeirra félaga gætu á næstu dögum skoðað stöðu þjálfarans.

Valur hefur tapað fjórum leikjum í röð undir stjórn Heimis Guðjónssonar, liðið er úr leik í bikarnum og er ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Valur endaði síðasta tímabil á slæman hátt og byrjunin á þessu tímabili setur alla pressuna á Heimi Guðjónsson. Heimir fékk traustið frá stjórn Vals síðasta haust.

Búist er við að stjórnarmenn Vals fundi um stöðuna í vikunni en formaður knattspyrnudeildar, Börkur Edvardsson er væntanlegur til landsins. Sá möguleiki hefur verið nefndur að aðstoðarþjálfarinn, Helgi Sigurðsson taki við liðinu.

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Heimir Hallgrímsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru einnig orðaðir við starfið en fleiri félög gætu horft í þessa risa í íslenskri knattspyrnusögu.

Heimir hefur verið án starfs í heilt ár eftir að hann lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar, hann hefur verið orðaður við mörg lið en engu landað. Eiður Smári hætti sem aðstoðarþjálfari landsliðsins undir lok seinasta ár, hann gerði góða hluti með FH fyrir tæpum tveimur árum.

Krísa í Kaplakrika:

Ólafur Jóhannesson, lærifaðir Heimis er í krísu með FH eftir átta umferðir. Liðið situr í níunda sæti deildarinnar og er aðeins með átta stig. FH hefur bara unnið tvo deildarleiki, þeir sigrar komu gegn nýliðum Fram og ÍBV á heimavelli.

Ólafur tók við FH á erfiðum stað síðasta sumar og tókst að snúa aðeins við gengi liðsins, væntingarnar fyrir mótið voru að FH væri með lið til að berjast á toppnum.

Mynd:Skjáskot

Harla ólíklegt er að FH reki Ólaf úr starfi en ekki er óhugsandi að Ólafur hreinlega segi upp störfum og hleypi öðrum manni að.

Vonlaust í Vestmannaeyjum:

Eyjamenn komu upp í Bestu deildina með vonir og væntingar í brjósti en eftir átta umferðir hefur liðið ekki unnið leik. Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun liðsins í vetur en liðið hefur aðeins skorað sex mörk í upphafi móts.

ÍBV liðið er þokkalega vel mannað en áflog Hermanns við Guðjón Pétur Lýðsson á dögunum lýsa ástandinu í liðinu ágætlega.

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Guðjón situr nú í kuldanum og er í agabanni á meðan Hermann reynir að finna lausnir. Fari ÍBV ekki að vinna leiki mun stjórn ÍBV vafalítið skoða stöðuna.

Frí er í deildinni næstu tvær vikurnar á meðan landsleikir fara fram en um er að ræða vinsælan tíma til þess að skipta um þjálfara ef illa gengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði