fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Blikar gengu frá Val í markaleik

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 21:36

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Val í stórleik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.

Leikurinn byrjaði með látum þegar Omar Sowe kom Blikum yfir á 13. mínútu en Valsarar voru ekki lengi að svara fyrir sig og Birkir Heimisson jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Tryggvi Haraldsson skoraði nánast frá miðju þegar hann lyfti boltanum yfir Anton Ara Einarsson í marki Blika en Anton var kominn langt út úr markinu. Staðan 2-1 fyrir Val eftir tæpan 20 mínútna leik.

Viktor Örn Margeirsson jafnaði svo fyrir Blika þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir vel útfærða hornspyrnu.

Breiðablik gerði þrjár skiptingar í hálfleik þar sem Ísak Snær Þorvaldsson og Galdur Guðmundsson komu meðal annars inn af bekknum. Ísak skoraði þriðja mark Blika á 60. mínútu og bætti við fjórða markinu með skalla eftir hornspyrnu tólf mínútum síðar.

Hinn 16 ára gamli Galdur skorað fimmta mark Blika á 75. mínútu með góðu skoti og Mikkel Qvist, sem kom einnig inn á sem varamaður, bætti við sjötta markinu á 81. mínútu, lokatölur 6-2 fyrir Blika sem hafa unnið alla leiki sína á leiktíðinni til þessa.

Breiðablik 6 – 2 Valur
1-0 Omar Sowe (’13)
1-1 Birki Heimisson (’15)
1-2 Tryggvi Haraldsson (’17)
2-2 Viktor Örn Margeirsson (’42)
3-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’60)
4-2 Ísak Snær Þorvaldsson (’72)
5-2 Galdur Guðmundsson (’75)
6-2 Mikkel Qvist (’81)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum