Franska knattspyrnusambandið hefur krafið Idrissa Gana Gueye um svör við þeim orðrómum um að hann hafi sleppt leik með Paris Saint-Germain um helgina þar sem félagið studdi baráttu hinsegin fólks.
Gueye var ekki í hópi liðsins gegn Montpellier um helgina en athygli vakti að Gueye missti af sama leik á síðustu leiktíð.
Á síðasta ári var sagt að Gueye væri með magakveisu en nú segir RMC í Frakklandi að Gueye hafi neitað að klæðast treyju PSG sem var með regnbogalitnum aftan á.
Liðsfélagar Gueye hjá senegalska landsliðinu, Cheikhou Kouyate og Ismaila Sarr, studdu í dag við bakið á honum á samfélagsmiðlum eftir þetta afar vafasama uppátæki.
Sarr setti inn mynd af sér og Gueye með þremur hjörtum og skrifað að hann væri 100 prósent. Kouyate setti finn færslu og kallaði Gueye alvöru karlmann og að hann myndi styðja við hann.