Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru þýskir meistarar eftir stórsigur á Jena í næstsíðustu umferð deildarinnar í dag.
Wolfsburg vann leikinn 1-10 og þýða úrslitin að Bayern Munchen getur ekki lengur náð þeim.
Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg í dag og skoraði annað mark liðsins.
Í Frakklandi kom Sara Björk Gunnarsdóttir inn á sem varamaður á 78. mínútu í 2-0 sigri Lyon á Paris FC.
Lyon er með fimm stiga forskot á Paris Saint-Germain þegar tveir leikir eru eftir. Liðið er því á góðri leið með að endurheimta Frakklandsmeistaratitilinn.