fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

KSÍ breytir reglum sínum – Félög geta haft fleiri útlendinga ef einn kemur frá Úkraínu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 12:31

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög á Íslandi geta í ár verið með fjóra leikmenn en ekki þrjá utan evrópska efnahagssvæðisins. ÁStæðan er innrás Rússlands í Úkraínu.

Íslensk félög geta verið með fjóra leikmenn utan svæðisins ef einn af þeim kemur frá Úkraínu.

Úr fundargerð KSÍ:
Lagt var fram minnisblað um ákvæði (grein 22.1) í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna fjölda leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins vegna leikmanna frá Úkraínu. Stjórn samþykkti að rýmka heimild í reglugerð á þann veg að félögum verði heimilt, tímabundið út árið 2022, að vera með að hámarki fjóra leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu,

Færeyjum og Grænlandi skráða á leikskýrslu í 1. aldursflokki í hvert sinn í leik á vegum KSÍ, svo lengi sem a.m.k. einn þeirra leikmanna sé frá Úkraínu. Þannig gildir áfram sú meginregla að að hámarki þrír leikmenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands mega vera skráðir á leikskýrslu hjá félögum í leikjum á vegum KSÍ en tímabundið, af mannúðarástæðum, megi leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands vera fjórir á leikskýrslu, ef a.m.k. einn þeirra leikmanna er frá Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Í gær

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“