fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi til ársins 2027 – „Ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 09:57

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi eða nýrri þjóðarhöll í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt var í dag. Um er að ræða áætlun fyrir árin 2023 til 2027.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir íþróttahreyfinguna en Laugardalshöll er ónothæf og Laugardalsvöllur er á undanþágu frá UEFA en öll aðstaða þar er komin til ára sinna.

,,Enn sem komið er eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlegt umfang framkvæmdanna liggur ekki fyrir. Í ljósi þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim í þessari áætlun,“ segir í fjármálaáætlun.

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir tilteknu óráðstöfuðu fjárfestingarsvigrúmi meðal annars til að mæta óvissu í áætlanagerð en einnig til að tryggja tiltekið fjárfestingastig ríkisins á tímabilinu eftir því sem stærri og tímabundin fjárfestingaverkefni klárast. Þetta svigrúm er sagt vaxa smám saman yfir tíma og verður orðið allnokkuð undir lok tímabilsins og gæti það ef til vill rúmað einhver stærri fjárfestingarverkefni á síðari hluta tímabilsins.

Þar segir einnig. „Þjóðarleikvangar. Aðstaða ýmissa íþróttagreina sem standa framarlega í alþjóðlegri keppni er orðin gömul og uppfyllir ekki alþjóðlega staðla. Stjórnvöld vinna með sveitarfélögum og íþróttahreyfingunni að uppbyggingu þjóðarleikvanga í samræmi við nýja reglugerð um þjóðarleikvanga. Horft er til þess að á næstu árum rísi þjóðarleikvangar fyrir inniíþróttagreinar, knattspyrnu og frjálsíþróttir eins og segir í stjórnarsáttmála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann