fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu markið – Eriksen kom inn á og skoraði fyrir Dani

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 26. mars 2022 21:43

Christian Eriksen fer að sjálfsögðu með til Katar. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen var í landsliðshópi Dana í kvöld þegar liðið mætti Hollendingum í vináttuleik.

Þetta var í fyrsta sinn sem Eriksen tók þátt í landsliðsverkefni frá því hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fyrrasumar. Eriksen, sem leikur með Brentford í ensku úrvalsdeildinni, byrjaði leikinn á bekknum.

Steven Bergwijn kom Hollendingum yfir á 16. mínútu. Jannik Vestergaard jafnaði fyrir Dani fjórum mínútum síðar en Nathan Ake kom Hollandi í 2-1 eftir tæpan hálftíma leik. Memphis Depay skoraði þriðja mark Hollands úr vítaspyrnu á 37. mínútu og staðan 3-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Eriksen kom inn af bekknum í hálfleiknum og skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir vel útfærða sókn Dana. Eriksen klíndi boltanum í fjærhornið eftir sendingu frá Andreas Skov Olsen.

Danir spiluðu vel í upphafi síðari hálfleiks en það voru Hollendingar sem jóku forystu sína þegar Steven Berwijn kom sínum mönnum í 4-2 á 71. mínútu. Eriksen var nálægt því að bæta við öðru marki sínu stuttu síðar en skot hans hafnaði í stönginni. Lokatölur 4-2 sigur Hollendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði

Jesus segir fréttirnar um framtíð hans hjá Arsenal algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United

Ummæli sem vekja athygli – Draumurinn er að spila fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið
433Sport
Í gær

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Í gær

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“