fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

Tillagan um tvískiptingu Bestu deildarinnar samþykkt – Fjölgun á deildum

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 13:57

Frá 73. ársþingi KSÍ/ Eythor Arnason © Torg Guðni Bergsson endurkjörinn sem formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársþing KSÍ er nú í gangi og rétt í þessu var kosið um breytingar á efstu deild karla og kvenna sem hefur fengið nafnið Besta deildin.

Tillagan snýst um það að leikið verður í tveimur hlutum, í fyrri hluta verði leikin tvöföld umferð þar sem hvert lið leikur tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman og í síðari hluta verði leikin einföld umferð á milli efstu sex liðanna og svo neðstu sex liðanna.

Tillagan var samþykkt með meirihluta atkvæða og tekur því strax gildi fyrir keppnistímabilið 2022.

Auk þess var kosið um breytingu í 1. deild karla og munu liðin í 2-5. sæti leika í umspili um sæti í Bestu deildinni. Liðið sem er í fyrsta sæti fer beint upp í Bestu deildina. Þessi tillaga var einnig samþykkt með öruggum meirihluta.

Í dag var einnig samþykkt tillaga um að fjölga deildum í meistaraflokki karla. Sumarið 2023 mun deildum fjölga úr fimm í sjö og mun neðsta deildin verða nokkurs konar utandeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?