fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Kalla eftir því að þögnin verði rofin – ,,Ef þeir bera hag íslenskrar knattspyrnu fyrir brjósti, þá gera þeir það“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. febrúar 2022 10:48

Frá 73. ársþingi KSÍ/ Eythor Arnason © Torg Guðni Bergsson endurkjörinn sem formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um komandi ársþing Knattspyrnusambands Íslands í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi. Ljóst er að kosningabarátta er hafin á milli Vöndu Sigurgeirsdóttur, núverandi formanns sambandsins og Sævars Péturssonar, framkvæmdarstjóra KA, um formannsembættið.

Það var ljóst fyrir nokkrum dögum að Sævar myndi bjóða sig fram til formanns KSÍ en Vanda hafði áður gefið það út að hún hyggðist bjóða sig fram að nýju.

,,Þetta er akkúrat það sem við kölluðum eftir. Með þessu fáum við meiri umræðu inn í knattspyrnuhreyfinguna um næstu skref eftir þessi ókyrrðarár,“ sagði Aron Guðmundsson, blaðamaður 433.is og Fréttablaðsins um stöðu mála fyrir ársþingið.

Aron segir þetta gott fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild sinni. ,,Að fá umræðuna á milli frambjóðenda sem og annarra einstaklinga innan knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að taka ákvörðun um næstu skref sambandsins.“

Benedikt Bóas var umsjónarmaður 433.is í gærkvöldi, hann hefur áður kallað eftir því að forsvarsmenn aðildarfélaga KSÍ, láti í sér heyra á ársþingum sambandsins.

,,Ég hef nú áður kallað eftir því að það verði nú einhver annar að tala þarna á ársþingi KSÍ heldur en FH-bræðurnir. Það verður nú að vera einhverskonar umræða þarna. Það hlýtur að vera að formenn og aðrir stígi nú fram og tali um fótbolta. Þegar að Vanda var kosin, þá talaði ekki neinn.“

,,Ef þeir (formenn og forsvarsmenn) bera hag íslenskrar knattspyrnu fyrir brjósti, þá gera þeir það,“ bætti Aron þá við í þættinum 433.is sem sýndur var á Hringbraut í gær.

Þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Hide picture