fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lengist í ólinni hjá Rooney og félögum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Derby hefur fengið mánaðar frest til að sanna að félagið hafi fjármuni til að halda áfram rekstri. Fresturinn átti að renna út 1 febrúar en hefur verið framlengdur til 1 mars.

Derby er á barmi gjaldþrots en félagið hefur reynt að leysa flækjuna en án árangurs hingað til. Búið er að taka 21 stig af liðinu á þessu tímabili.

Wayne Rooney stjóri liðsins hefur unnið kraftaverk við erfiðar aðstæður. Félagið hefur selt leikmenn í janúar og hefur fjármuni til að halda rekstrinum út febrúar.

Félagið var tekið til greiðslustöðvunar á síðasta ári og reynir eftir fremsta megni að finna nýjan eiganda.

Mike Ashley fyrrum eigandi Newcastle hefur áhuga á því að kaupa félagið en stuðningsmenn félagsins eru ekki hrifnir af því.

Derby þarf að finna varanlega lausn fyrir lok febrúar annars gæti félaginu verið sparkað úr leik í næst efstu deild Englands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“