fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

KSÍ hafði samband fyrir átta dögum – Klásúla í samningi Jóhannesar sem var virkjuð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 14:05

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA gat ekki stoppað Jóhannes Karl Guðjónsson þegar KSÍ virkti klásúlu í samningi hann. Jóhannes Karl hætti sem þjálfari ÍA í gær til að gerast aðstoðarþjálfari A-landsliðs karl.

Jóhannes var með samning við ÍA út næsta ár en þegar KSÍ virkjaði klásúlu í samningi Jóhannesar við ÍA gat félagið ekkert gert. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hafði samband við Skagamenn fyrir rúmri viku.

„Það var slúður um þetta um daginn, ég fékk erindi fyrir átta dögum frá formanni KSÍ. Formaður KSÍ bað um leyfi til að ræða við Jóa, við veittum það. Þetta var ekki frágengið fyrr en eftir hádegi í gær, við vitum alveg að það sem gerist opinberlega er ekki endilega alltaf það fyrsta,“ sagði Eggert Ingólfur Herbertsson formaður knattspyrnufélagsins ÍA við 433.is í dag.

Eggert segir að Skaginn hafi verið í fimm ára verkefni með Jóhannesi en klásúla hafi verið í samningi hans.

„Við vorum í fimm ára verkefni, það var commitment af beggja hálfu. Það voru tvö tímabil eftir af því, það var klásúla í samningnum sem tók á þessu máli. Það var gengið frá því, við getum ekki stoppað það ef klásúlan var virkjuð.“

Skagamenn þurfa nú að finna eftirmann Jóhannesar en Eggert segir að byrjað sé að ræða málið en engar formlegar viðræður farnar af stað.

„Ég hefði viljað sjá KSÍ fara í þetta í nóvember eða byrjun desember eftir að Eiður Smári lét af störfum. Það eru 83 dagar í fyrsta leik hjá okkur og það munar um hvern dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?