fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Segir umræðuna um FH vera á villigötum – „Er þetta eitthvað grín?“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti Fylki í Pepsi-Max deild karla á sunnudaginn og þar vann FH sinn fyrsta sigur í deildinni síðan í maí. Það hefur verið rætt undanfarið að FH gæti fallið úr deildinni ef þeir færu ekki að rétta úr kútnum en Mikael Nikulásson telur að sú umræða sé algjört rugl. Þetta hafði Mæk að segja um málið í hlaðvarpsþættinum The Mike Show.

„Það er alltaf jafn fyndið að hlusta á einhverja menn út í bæ sem eru að tala um það að FH séu líklegir til þess að falla. Þetta er eitthvað mesta comedy sem ég hef heyrt,“ sagði Mikael Nikulásson í The Mike Show

„Ég hef heyrt þetta í Stúkunni að menn séu að segja að þeir séu bara líklegir til þess að falla, er þetta eitthvað grín? Þeir eru aldrei að fara að falla, það segir sig sjálft. Þeir mega svosem alveg hafa sínar skoðanir en ég ætla hafa mínar og ég get lofað ykkur því að þeir eru ekki að fara að falla.“

„FH er með allt of gott fótboltalið til þess að falla. Þeir hafa aldrei verið í fallsæti og munu aldrei vera í fallsæti. Tölum bara eðlilega um þetta, FH er aldrei að fara að falla.“

„Þeir hafa ekki verið góðir, en þeir geta enn gert eitthvað í Evrópu og í bikarnum og þeir geta farið ofar í deildinni. Þeir verða í topp 6,“ sagði Mikael Nikulásson að lokum í The Mike Show.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands