fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Ensk yfirvöld biðja tæknifyrirtækin um upplýsingar um þá sem viðhöfðu kynþáttaníð eftir ósigurinn í úrslitum EM

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 06:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld ætla að biðja tæknifyrirtækin um upplýsingar um þá sem viðhöfðu kynþáttaníð um leikmenn enska landsliðsins í kjölfar ósigurs þess í úrslitaleik EM á sunnudaginn en þá höfðu Ítalir betur eftir vítaspyrnukeppni.

The Times skýrir frá þessu. „Við viljum að það hafi alvöru afleiðingar fyrir fólk sem tístir þessu níði,“ hefur blaðið eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnkerfisins.

Þetta er gert í kjölfar þess að margir af svörtum leikmönnum enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfar ósigursins. Megnið af níðinu beindist að Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka en þeir brenndu af vítaspyrnum í vítaspyrnukeppninni.

Kynþáttaníðið hefur verið gagnrýnt af mörgum þekktum Bretum, þar á meðal af Boris Johnson, forsætisráðherra, og Vilhjálmi prins. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, hefur einnig fordæmt níðið sem og enska knattspyrnusambandið og margir af leikmönnum landsliðsins.

Lundúnalögreglan hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og sagði strax að leik loknum að fjöldi ummæla á samfélagsmiðlum hafi verið tekinn til rannsóknar.

Talsmaður Twitter sagði í gær að miðillinn hafi fjarlægt rúmlega 1.000 færslur, sem innihéldu kynþáttaníð, eftir leikinn. Einnig var lokað fyrir aðgang margra notenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“