fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Vináttulandsleikir: Frakkar og Spánverjar með stórsigra – Benzema fór meiddur af velli

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 21:12

Benzema gengur af velli í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkrir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þá helstu.

Benzema fór meiddur af velli í sigri

Frakkland vann Búlgaríu, 3-0, í París. Antoine Griezmann skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæpan hálftíma. Olivier Giroud bætti við tveimur mörkum seint í leiknum.

Það vakti þó athygli þegar Karim Benzema fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Hann hafði þá fengið högg á hægra hné. Framerjinn er nýkominn aftur í landsliðið eftir langa fjarveru. Það væri ansi leiðinlegt fyrir hann ef meiðslin reynast alvarleg þar sem Evrópumótið er á næsta leiti.

Spánn rúllaði yfir Litháen

Hugo Guillamon kom Spánverjum yfir á heimavelli gegn Litháen á 3. mínútu. Brahim Diaz tvöfaldaði forystuna 20 mínútum síðar. Juan Miranda og Javi Puado bættu svo við mörkum í seinni hálfleik.

Þess má geta að Spánverjar sendu U-21 árs lið sitt í þennan leik vegna kórónuveirusmits innan A-liðsins.

Tékkland vann Albaníu

Tékkland tók á móti Albaníu og vann 3-1. Patrik Schick kom þeim yfir á 18. mínútu en Sokol Cikalleshi jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Lukas Masopust kom heimamönnum aftur yfir um miðjan seinni hálfleik áður en Ondrej Celustka innsiglaði sigurinn undir lok leiks.

Markalaust í Ungverjalandi

Ungverjaland tók loks á móti Írlandi í leik sem lauk með markalausu jafntefli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Í gær

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Í gær

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi