fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Kjaftað um kröfur Ísaks í Bítlaborginni – Sagður kosta milljarð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 14:00

Ísak og Jói Kalli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson leikmaður IFK Norrköping er á óskalista nokkra félaga í Evrópu en óvíst er hvort eitthvað gerist í hans málum. Ísak hefur verið orðaður við fjölda stórliða síðustu daga, vikur og mánuði.

Liverpool er eitt þeirra félaga sem hafa sýnt Ísaki áhuga síðustu mánuði og eru stuðningsmenn félagsins byrjaðir að fylgjast spenntir með.

„Ísak er einn eftirsóttasti leikmaðurinn á markaðnum í Evrópu þessar stundir, þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára hefur hann reynst lykilmaður hjá Norrköping,“ segir í umfjöllun Rousing The Kop.

„Ísak mun að öllum líkindum kosta um 6 milljónir punda, hindrunin er samt til staðar. Hann vill ekki fara í ensku úrvalsdeildina, hann vill spila í byrjunarliði. Liverpool þarf að lofa honum spilatíma.“

Í umfjöllun kemur að næsta skref Ísaks sé líklega ekki til Liverpool. „Hann hefur sérstaka hæfileika, við sjáum samt ekki 18 ára strák taka skref frá Svíþjóð í byrjunarlið Liverpool. Vonandi tekur hann fyrst minna skref og kemur svo til Liverpool.“

Ísak er 18 ára gamall og er nú að undirbúa sig undir landsleik gegn Póllandi á eftir, hann hefur byrjað bæði gegn Mexíkó og Færeyjum í síðust leikjum.

Ísak var spurður um framtíð sína í síðustu viku. Mikið af kjaftasögum er í gangi um framtíð Ísaks en hann pælir lítið í slíku. „Ég er ekki mikið að spá í þessu, ég fókusa á fótboltann. Það er hægt að spyrja umboðsmann minn, ég er núna að einbeita mér að Færeyja leikjum. Mér líður best að einbeita mér að fótboltanum, sama hvort það sé næsta æfing eða leikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United vill fleiri ungstirni – Fá samkeppni frá Atletico og Bayern um leikmann frá Ekvador

United vill fleiri ungstirni – Fá samkeppni frá Atletico og Bayern um leikmann frá Ekvador
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja

Tólf félög vilja Mainoo en hann er búinn að velja
433Sport
Í gær

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir

Ný og umdeild regla Trump gæti gert ferðamönnum sem ætla til Bandaríkjanna erfitt fyrir
433Sport
Í gær

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni

Elías Már sagður vera að skrifa undir í Víkinni