fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Svöruðu froska færslu Gary Martin sem vakti athygli – „Þá eru þeir í vondum málum“

433
Miðvikudaginn 2. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í markaþætti Lengjudeildarinnar sem sýndur var á Hringbraut á mánudag. Í þættinum sem er vikulega voru allir leikir 4 umferðar skoðaðir.

Selfoss og Grótta gerðu 3-3 jafntefli en eftir leikinn skellti Gary Martin framherji Selfoss sér á Twitter og sendi pillu á þáttinn. Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson höfðu talað um það að Gary og Hrovje Tokic framherji liðsins væru ekkert sérstaklega góðir í mótlæti.

Selfoss var 0-3 undir en tókst að jafna leikinn og enski framherjinn var fljótur að svara fyrir sig á Twitter eftir leik.

„Við vorum með smá pillu á Tokic og Gary í síðasta þætti, þeir svöruðu því heldur betur. Þeir gerðu það sem við töluðum um, voru ekkert sérstakir í mótvind en góðir í meðvind. Þeir voru með vindinn í síðari hálfleik,“ sagði Hrafnkell Freyr léttur.

Hörður taldi það ekki vera tilefni til þess að vera með læti á Twitter eftir jafntefli gegn Gróttu á heimavelli. „Ef að árangur Selfoss er góður þegar þeir gera jafntefli við Gróttu á heimavelli, þá eru þeir í vondum málum.“

Hrafnkell bætti þá við. „Menn eru mikið að mæta á Twitter eftir jafntefli núna.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“

Róbert Wessmann æfur og afboðar komu sína í þáttinn eftir viðtal við Albert – „ Glataður þáttur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu

Salah á leynifundi með fyrrum fyrirliða Liverpool – Líklegt að þetta hafi verið til umræðu