fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Svöruðu froska færslu Gary Martin sem vakti athygli – „Þá eru þeir í vondum málum“

433
Miðvikudaginn 2. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í markaþætti Lengjudeildarinnar sem sýndur var á Hringbraut á mánudag. Í þættinum sem er vikulega voru allir leikir 4 umferðar skoðaðir.

Selfoss og Grótta gerðu 3-3 jafntefli en eftir leikinn skellti Gary Martin framherji Selfoss sér á Twitter og sendi pillu á þáttinn. Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson höfðu talað um það að Gary og Hrovje Tokic framherji liðsins væru ekkert sérstaklega góðir í mótlæti.

Selfoss var 0-3 undir en tókst að jafna leikinn og enski framherjinn var fljótur að svara fyrir sig á Twitter eftir leik.

„Við vorum með smá pillu á Tokic og Gary í síðasta þætti, þeir svöruðu því heldur betur. Þeir gerðu það sem við töluðum um, voru ekkert sérstakir í mótvind en góðir í meðvind. Þeir voru með vindinn í síðari hálfleik,“ sagði Hrafnkell Freyr léttur.

Hörður taldi það ekki vera tilefni til þess að vera með læti á Twitter eftir jafntefli gegn Gróttu á heimavelli. „Ef að árangur Selfoss er góður þegar þeir gera jafntefli við Gróttu á heimavelli, þá eru þeir í vondum málum.“

Hrafnkell bætti þá við. „Menn eru mikið að mæta á Twitter eftir jafntefli núna.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt