fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 13:31

Leikmenn Danmerkur í áfalli Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jim Stjerne Hansen, varaformaður aganefndar UEFA, segir að margar ástæður séu fyrir því af hverju leikur Dana og Finna hafi þurft að halda áfram í gær, eða í hádeginu í dag.

Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Leiknum var svo haldið áfram síðar um kvöldið. Það vakti upp misjöfn viðbrögð. Leikmen hefðu getað valið það að spila í hádeginu í dag en töldu betra að klára leikinn í gærkvöldi.

,,Í fyrsta lagi þurfa liðin að halda áfram í næsta leik. Hann er yfirleitt nokkrum dögum síðar. Það er því ekki hægt að færa leiki fram um marga daga,“ sagði Hansen um það af hverju leikurinn hélt áfram svo fljótt.

,,Það þarf líka að taka áhorfendur inn í myndina. Í þessu tilfelli eru Finnarnir á leið til Sankti Pétursborgar til þess að mæta Rússum á miðvikudag. Þeir hafa ákveðið að fara frá Danmörku í dag svo það hefði sett þá í erfiða stöðu að fresta leiknum.“

,,Það er svo margt sem þarf að hafa í huga svo það er erfitt að færa leiki fram. Það var hægt að færa hann þar til í hádeginu í dag. Þetta er mótsfyrirkomulagið.“

Sjálfur hafði Hansen ekkert með ákvarðanirnar. Hann greindi aðeins frá þessu á blaðamannafundi í Danmörku. Þess má geta að hann er danskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð
433Sport
Í gær

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Rashford aftur í umræðuna eftir fréttir gærdagsins

Rashford aftur í umræðuna eftir fréttir gærdagsins
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“

Staðfestir að hann sé að taka við – „Ég get ekki hafnað þessu tækifæri“
433Sport
Í gær

Ægir Þór fékk góðgerðartreyju Hinriks – „Þvílíkur eðal drengur þar á ferð“

Ægir Þór fékk góðgerðartreyju Hinriks – „Þvílíkur eðal drengur þar á ferð“